Hafa samband

Fréttir frá Holti

news-image
Holt fær titilinn etwinning skóli

21.3.2018

Við fögunum þessu sjá frétt frá Rannís  Til hamingju! Fjórir skólar hljóta titilinn eTwinning skóli Flataskóli, Grunnskóli Bolungarvíkur, Leikskólinn Holt og Stóru-Vogaskóli Landskrifstofan óskar fyrstu skólunum sem hljóta titilinn...

news-image
Alþjóðlegi netöryggisdagurinn

6.2.2018

Alþjóðlegi netöryggisdagurinn 2018 er í dag. Slagorð dagsins í ár er: Sköpum, tengjum og deilum virðingu: betra net byrjar hjá þér! Eða eins og það útleggst á ensku: Create, connect and share respect: A better Internet starts with you! Á Holti leggjum við okkur fram við örugga netnotkun og höfum þessi heilræði í huga...

news-image
Dagur leikskólans - Ljósaganga

2.2.2018

Vakin er athygli á Degi leikskólans sem haldinn verður hátíðlegur í ellefta sinn þann 6. febrúar 2018. Samstarfsaðilar um Dag leikskólans eru Félag leikskólakennara, Félag stjórnenda leikskóla, Samband íslenskra sveitarfélaga, mennta- og menningarmálaráðuneytið og Heimili og skóli – landssamtök foreldra. Allir sem koma að málefnum leikskólans á einn eða annan hátt, eru hvattir til að halda Degi leikskólans á lofti og fylgjast vel með starfsemi leikskólanna þennan dag. Leikskólakennarar eru sérstaklega hvattir til að vekja athygli á störfum sínum. Þar sem Dagur leikskólans 2018 verður haldinn hátíðlegur í ellefta sinn verður dagurinn helgaður því góða starfi sem fram fer í leikskólum landsins og dregið fram það sem hefur áunnist. Á Holti ætlum við að efna til ljósagöngu þriðjudaginn 6.febrúar kl.8:30 frá Holti að Akurskóla þar sem við ætlum að syngja saman tvö lög. ...

Matseðill dagsins

miðvikudagur 21. mars 2018 - Sjá vikuna

Grænmetislasagna,salat og heilkornabrauð