news

Föstudagspóstur

18. 06. 2021

Sæl öll!

Þá er enn einni vikunni að ljúka og ekki margir föstudagspóstar eftir þetta skólaárið. Við vonum að þið hafið átt góðan dag í gær, 17. Júní.
Á miðvikudaginn var sumarhátíð hjá okkur. Við fórum í skrúðgöngu, börnin fengu andlitsmálningu, þau voru með söngatriði fyrir hinar deildirnar, þau léku með dót að heiman og svo var pylsuveisla í hádeginu. Þrátt fyrir kaldann blástur áttum við ótrúlega skemmtilegan dag, börnin meira að segja völdu að borða pylsurnar úti.

Næsta miðvikudag, 23.júní ætlum við í útskriftarferð í Sólbrekkuskóg. Við förum frá leikskólanum með rútu rétt um kl. 10 og mætum aftur til baka um kl. 14. Við kennararnir hlökkum mikið til að njóta dagsins með börnunum og þið foreldrar eru velkomin að kíkja á okkur í hádegispylsupartý ef þið hafið tök á.

Oddgeir ljósmyndari kemur á mánudaginn að sækja pöntunar blöðin svo ef þið ætlið að panta myndir af börnunum ykkar en hafið ekki komist í það endilega kíkið við svo enginn missi nú af.

Eigið yndislega helgi (í samblandi við njálg-eftirlit)

Kennarar á Koti

© 2016 - 2021 Karellen