news

Fréttir 30.04 Kot

30. 04. 2021

Sæl öll

Þessi vika einkenndist af frábæru veðri og mikilli útiveru. Hjólin og fleira stærra útidót var tekið út í fyrsta skipti þetta vorið og það var mikil spenna í kringum það.

Börnin hafa fengið frelsi í útiverunni til að ákveða hversu mikið þau vilja vera klædd. Það er okkar trú sem kennarar að ef við leiðbeinum þeim og treystum þá fara þau sjálf að finna hvenær gott er að bæta í eða draga úr klæðnaði. Börnin eru eins misjöfn og þau eru mörg og klæðnaðurinn þeirra líka. Þetta gerir það að verkum að sumir þurfa peysu undir úlpuna sína á meðan öðrum nægir hlý peysa í sama veðri. Kennarar fylgjast auðvitað alltaf með.

Við vorum svo heppin að fá heimsókn frá slökkviliðinu í þessari viku líka. Hann ræddi við börnin um reykskynjara og öryggisatriði inni á heimilunum. Börnin fengu líka að prófa brunaslönguna sem var mikið ævintýri.

Með hækkandi sól og hlýnandi veðri breytast áherslur aðeins í klæðaburði – léttar húfur, skór og peysur væri frábært að fá í hólfin auk þess sem snjógallarnir fara vonandi að verða óþarfir.

Í næstu viku fáum við vonandi að vita hvort við getum haldið útskriftartónleikana okkar með gestum eða ekki. Tónleikarnir eru 12.maí kl. 15 svo endilega takið þann tíma frá.

Eigið yndislega helgi

kveðja

kennarar á Koti

© 2016 - 2021 Karellen