news

föstudagspóstur

03. 09. 2021

Kæru foreldrar

Þá er þessi skemmtilega vika búin. Undirbúningur fyrir þema vetrarins sem ber heitið „Náttúruvísindi, tækni og málörvun“ er komin langt á veg hjá okkur kennurunum við munum vinna með sagnir sem að tengjast þessu þema. Á miðvikudaginn fór helmingurinn af börnunum í vettvangsferð til að skoða náttúruna okkar, þau fundu ber og þá kom sögnin að tína hvað gætu Þau tínt í náttúrinni. Börnin voru viss um að þau gætu tínt sveppi, blóm, skeljar og hundasúrur. Þau skoðuðu einnig sagnirnar að renna, að rúlla, að hlaupa og að ganga. Þetta var mjög skemmtileg vettvangsferð hjá þeim og komu öll börnin glöð til baka. Hinn hópurinn fór í dag föstudag og kom fullt af skemmtilegum sögnum frá þeim. Þau löbbuðu meðfram sjónum og datt þeim fullt af sögnum í hug tengdum sjónum eins og til dæmis að kasta, að synda, að veiða, að sigla, að sökkva. Það voru mjög skemmtilegar pælingar hjá þeim í vettvangsferðinni og erum við með fullt af skemmtilegu efni í höndunum til að vinna með.

Við viljum einnig minna ykkur á að yfirfara fataboxin í hólfunum því að það vantar en þá fullt af aukafötum og erum við að lenda í vandræðum ef við þurfum að lána því að við eigum mjög takmarkað af fötum til láns. Það þar líka að passa að allir séu með þau útiföt sem þarf hverju sinni eins og pollagalla, húfu, hlýja peysu, vettlinga og stígvél.

Eigið yndislega helgi með frábæru börnunum ykkar

© 2016 - 2021 Karellen