news

vikufréttir

28. 05. 2021

Sæl kæru foreldrar

Þessir dagar eru svo fljótir að líða að við náum varla utan um að það sé að maí sé að klárast. Þessi vika var uppfull af ferðum hjá okkur.

Við vorum auðvitað heima í fríi á mánudaginn en á þriðjudaginn fengu þau börn sem eru að fara í Akurskóla að fara í heimsókn þangað. Við fengum að kíkja á íþróttahúsið og hlaupa þar, kíktum á sundlaugina og bókasafnið. Við sáum nokkur systkin, Sillu skólastjóra og líka Rósu sem verður kennari fyrsta bekkjar næsta vetur.

Á miðvikudaginn fengu svo Njarðvíkurskólabörnin að kíkja þangað. Þetta er svo mikið ævintýri að fá að ganga um skólann sem maður er að fara í.

Við vorum svo ótrúlega heppin að fá tækifæri til að fara öll saman að kíkja í Hljómahöllina á fimmtudaginn. Það var mikið fjör og krakkarnir spenntir að skoða allt sem höllin bauð uppá.

Í dag föstudag erum við að slaka á eftir geggjaða viku.

Við ætlum að stefna á að fara í útskriftarferð 22 eða 23. Júní að öllum líkindum. Veðrið stjórnar að öllum líkindum hvor dagsetningin verður loka niðurstaða þar sem þetta eru dagsferðir og við erum úti allan tímann.

Bestu kveðjur kennarar á Koti.

© 2016 - 2021 Karellen