news

Leikskólar landsins hljóta Orðsporið 2021

05. 02. 2021

Dagur leikskólans er á morgun, 6. febrúar en þar sem hann ber upp á laugardag er honum fagnað víða um land í dag. Á þeim degi fyrir 71 ári, árið 1950, stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín. Þetta er því í 14. sinn sem deginum er fagnað. Markmiðið með deginum er að vekja athygli á mikilvægu hlutverki leikskóla, gildi hans fyrir þjóðarauð og alla menningu.

RannUng efndi til áhugaverðrar netráðstefnu í morgun þar sem menntamálaráðherra tilkynnti um handhafa Orðsporsins 2021. Orðið handhafi er hér í fleirtölu því hvatningarverðlaunin og hlýtur leiksskólastigið í heild sinni; leikskólakennarar, stjórnendur og starfsfólk leikskólanna.

Það var mat valnefndar um Orðsporið að leikskólakennarar, stjórnendur og starfsfólk leikskólanna hafi sýnt ótrúlega elju og fagmennsku á tímum COVID-19. Leikskólarnir hafa unnið afar vel úr erfiðum aðstæðum með velferð og nám barna í algjöru fyrirrúmi.

https://www.ki.is/um-ki/utgafa/frettir-og-pistlar/frettir/2021/leikskolinn-hlytur-ordsporid-2021/?fbclid=IwAR3Y5WAGdOMwPhbfmaSRhb7xutRM9O-jNE0td6aCtTYmfjXUF-JFz51VYek

© 2016 - 2021 Karellen