news

Ýmsar upplýsingar

11. 05. 2021

Kæru foreldrar/forráðamenn

Hjá okkur á Holti er allt gott að frétta. Það hefur ekki farið fram hjá neinum að sólin og góða veðrið leikur við okkar dag eftir dag og hér eru hamingjusamlega vel sólvarnasmurð börn að njóta góða veðursins af mikilli gleði.

Nú hefur allt starfsfólk leikskólans lokið fyrri bólusetningu sem gekk mjög vel og nánast engin veikur daganna á eftir. Við hér á Holti viljum þakka ykkur kæru foreldrar fyrir að sýna skilning og umburðalyndi svo þetta mikilvæga samfélagsverkefni gekk vel fyrir sig. Við kunnum sannarlega að meta ykkur.

Fimmtudaginn 13. maí er uppstigningardagur og er því leikskólinn lokaður þann dag. Stefnt er á ljósmyndatöku daganna 8.júní til 10. Júní. dagur verður valin eftir veðri. Nánari auglýst þegar nær dregur.

Við hvetjum ykkur til að skoða heimasíðuna reglulega þar sem gagnlegar upplýsingar eru að finna og deildarfréttir sem koma á hverjum föstudegi.

Nýjar sóttvarnarreglur

Gildandi takmörkun í skólastarfi

Reglugerð heilbrigðisráðherra um takmörkun á skólastarfi vegna hertra sóttvarnaaðgerða gildir til og með 26. maí 2021.

Leikskólar og dagforeldrar

Hámarksfjöldi starfsfólks í rými: 50
Lágmarksfjarlægð milli starfsfólk: 1 metri
Grímunotkun starfsfólks: Þar sem 1 metra bil milli starfsfólks er ekki mögulegt og þegar farið er á milli rýma
Tilfærsla starfsfólks milli hópa: Heimil sé gætt að ýtrustu sóttvörnum
Hámarksfjöldi barna í rými: Engin
Lágmarksfjarlægð milli barna: Engin
Grímunotkun barna: Engin
Engin ákvæði eru um blöndun og hámarksfjölda leikskólabarna


© 2016 - 2021 Karellen