Hafa samband
main_image

Unnið er samkvæmt aðalnámskrá leikskóla, hver leikskóli hefur heimild til að setja sér markmið innan ramma hennar.

Það sem við setjum áherslu á í leikskólanum Holti er:

  • Að börn og starfsfólk beri virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum
  • Að börnin njóti sín og hafi trú á eigin getu
  • Að finna leiðir til að skapa umhverfi og aðstæður til að virkja sköpunargleði
  • Tjáning og túlkun í myndlist og tónlist verði virkur hluti af daglegu starfi
  • Að móta starf leikskólans miðað við þær aðstæður og umhverfi sem við búum við


Leiðir að markmiðum

 - Að börn og starfsfólk  beri virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum
Hlusta á aðra, lögð áhersla á samvinnu.
Starfsfólkið beri virðingu fyrir barninu og líti á það sem sterkan einsktakling sem hefur mikið fram að færa.
Kenna þeim að bera virðingu fyrir eigum sjálf síns og annarra.
Vinna með menningu okkar og annarra.


 - Að börnin njóti sín og hafi trú á eigin getu
Leggja áherslu á hrós og hvatningu.
Virða sérkenni hvers einstaklings.
Virða verk, hugmyndir og áhugamál barnanna.
Virða getu þeirra og hæfileika.


 - Að finna leiðir til að skapa umhverfi og aðstæður til að virkja sköpunargleði
Hafa efnivið sýnilegan og aðgengilegan.
Hrós og hvatning.


 - Tjáning og túlkun í myndlist og tónlist verði virkur hluti af daglegu starfi
Tónlist er stór þáttur í starfi leikskólans og er tónlistarkennari starfandi á Holti.
Markviss hlustun td. í umhverfinu.
Börnin fá að tjá upplifanir í gegnum tónlist og myndlist.


 - Að móta starf leikskólans miðað við þær aðstæður og umhverfi sem við búum við
Taka mið af aldri, fjölda barna og samsetningu hópsins hverju sinni.
Nýta okkar nánasta umhverfi til skoðunar og vettvangsferða.
Fjara, mói, hestar, tjörn, fuglalíf og útsýni.